Arion banki er það fjármálafyrirtæki sem hefur aukið mest við hlutdeild sína á verðbréfamarkaði á fyrstu sex mánuðum þessa árs. Mest hefur hlutdeildaraukning bankans verið á hlutabréfamarkaði en það sem af er þessu ári nam hún tæpum 30% samanborið við tæpa 17% hlutdeild bankans fyrir allt árið 2013. Landsbankinn er með mesta hlutdeild fjármálafyrirtækja á skuldabréfamarkaði eða um 20% en hún hefur dregist saman um tæpt prósentustig frá hlutdeild bankans árið 2013.

Arionbanki er það fjármálafyrirtæki sem bætir mest við hlutdeild sína á þeim markaði árið 2014 en það sem af er þessu ári nemur hún um 17,5% og hefur aukist um 1,44% frá hlutdeild bankans fyrir allt árið 2013. Næst á eftir Arion banka í hlutdeild fjármálafyrirtækja á hlutabréfamarkaði kemur Landsbankinn með um 24% og því næst Íslandsbanki með rúm 20%. Þetta er breytt staða frá hlutdeild bankans á hlutabréfamarkaði fyrir allt árið 2013 en þar tróndi Íslandsbanki á toppnum með tæpa 28% hlutdeild, þar á eftir Landsbankinn með rúm 20% og því næst MP banki með 16,7% hlutdeild. Arion banki var á sama tíma með 16,65% hlutdeild á hlutabréfamarkaði og hefur því bætt við umsvif sín um sem nemur 13,18 prósentustigum.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.