Arion banki stefnir á að fjármagna sig með útgáfu skuldabréfa í evrum innan árs. Gangi það eftir verður þetta fyrsta alþjóðlega skuldabréfaútgáfa bankans eftir að hann reisa á rústum Kaupþings. Ekki er búið að ákveða hversu stór skuldabréfaútgáfan verður.

Höskuldur H. Ólafsson, bankastjóri Arion banka, segir í samtali við Bloomberg-fréttaveituna, horfur á mörkuðum góðar, talsvert betri hér en á erlendum mörkuðum.

Í grein Bloomberg er farið yfir fall Kaupþings, bankahrunið og fjárhagslega stöðu Arion banka og lánshæfiseinkunnir alþjóðlegra matsfyrirtækja.

Höskuldur segir í samtali við Bloomberg stöðu Arion banka sterka og erlendar skuldbinding hans 1,2 milljarða evra og þurfi hann ekki á erlendri endurfjármögnun að halda á næstu mánuðum.