Berghildur Erla Bernharðsdóttir er hætt sem upplýsingafulltrúi Arion banka. Hún hefur starfað hjá bönkunum á miklum umbrotstímum, eftir að bankinn var endurreistur á rústum Kaupþings.

Finnur Sveinbjörnsson réð Berghildi til starfa en hann er nú hættur störfum. Höskuldur H. Ólafsson er tekinn við sem forstjóri.

Iða Brá Benediktsdóttir, sem starfað hefur hjá Arion banka og Kaupþingi frá árinu 2000, hefur tekið við sviði sem hefur yfirumsjón með ytri og innri samskiptum fyrirtækisins.

Iða Brá hefur starfað hjá greiningardeild Kaupþings og einnig við fjárfestatengsl lengst af. Hún var nú síðast forstöðumaður fjárstýringar hjá bankanum.

Auk Iðu hefur Arion banki ráðið Jónínu Lárusdóttur lögfræðing sem yfirmann lögfræðisviðs bankans. Hún var áður ráðuneytisstjóri í viðskiptaráðuneytinu.