„Ótti margra við að hagkerfið myndi hægja enn frekar á sér á árinu 2013 virðist sem betur fer ekki ætla að raungerast,“ segir greiningardeild Arion banka. Hagstofan birti í morgun upplýsingar um landsframleiðslu á fyrri hluta ársins. Hann reyndist 2,2%. Greiningardeildin segir í Markaðspunktum sínum í dag tölur um landsframleiðslu jákvæð tíðindi.

„[Það er] ljóst að gangurinn í hagkerfinu er umtalsvert betri en væntingar voru um hjá Seðlabankanum sem og öðrum greiningaraðilum.  – í það minnsta er vöxturinn á fyrri hluta þessa árs betri en á fyrri hluta síðasta árs og því ekki merki um bakslag í efnahagsbatanum. Við höfum ekki ástæðu til að ætla að seinni helmingur ársins verði síðri en sá fyrri, og ef eitthvað er líklega lítillega betri,“ segir í Morgunkorninu.

Greiningardeildin uppfærir hagspánna og gerir nú ráð fyrir 2,4% hagvexti á seinni hluta ársins. Gangi það eftir verður 2,3% hagvöxtur á árinu öllu. Það er talsvert yfir 1,9% spá Seðlabankans.