Hlutafé Eignabjargs ehf. var lækkað um fjóra milljarða króna í desember sem greiddir voru út til eiganda þess.

Eignabjarg er eignaumsýslufélag Arion banka og ber ábyrgð á umsýslu og ráðstöfun eignarhluta í fyrirtækjum sem Arion banki hefur leyst til sín og Eignabjarg keypt í kjölfar fjárhagslegrar endurskipulagningar.

Á meðal eignarhluta sem félagið hefur selt á undanförnum misserum er 13,3% hlutur í Högum fyrir 2,8 milljarða. Þá var einnig BM Vallá selt sem og Penninn á Íslandi. Í eignasafni Eignabjargs í dag eru félögin Reitir fast­ eignafélag og Fram Foods. Fram Foods er þegar í söluferli sam­ kvæmt heimasíðu Eignabjargs.