Arion banki lauk í dag öðru útboði bankans á sértryggðum og óverðtryggðum skuldabréfum.

Fram kemur í tilkynningu bankans að alls hafi verið seld seld skuldabréf til fagfjárfesta fyrir 1.200 milljónir að nafnvirði í skuldabréfaflokknum Arion CB 15. Stærð flokksins sé eftir stækkun 2.520 milljónir.

Stefnt er að því að skuldabréfin verði tekinn til viðskipta á NASDAQ OMX Íslandi í júlí. Skuldabréfin bera 6,50% óverðtryggða vexti og eru á lokagjalddaga árið 2015. Skuldabréfin voru seld á ávöxtunarkröfunni 6,45%.