Arion banki lauk fyrr í dag skuldabréfaútboði í norskum krónum með milligöngu Pareto Öhman. Alls voru seld skuldabréf til um 60 fjárfesta í Noregi, Svíþjóð, Finnlandi, Bretlandi, meginlandi Evrópu og Asíu fyrir 500 milljónir norskra króna eða um 11,2 milljarða íslenskra króna. Skuldabréfin bera 5,0% fljótandi vexti ofan á NIBOR-vexti. Bréfin eru til þriggja ára með gjalddaga árið 2016.

Stefnt er að því að taka skuldabréfin til viðskipta í kauphöll Noregs. Skuldabréfin bera fljótandi vexti, 5,00% ofan á NIBOR og eru til þriggja ára, með lokagjalddaga árið 2016.

Fram kemur í tilkynningu frá Arion banka að umframeftirspurn hafi verið eftir bréfunum.

Þetta er fyrsta erlenda fjármögnun íslensks banka á erlendri grund síðan árið 2007. Bankinn réðst í aðdraganda útgáfunnar í umfangsmikla kynningarherferð og hefur hann á undanförnum mánuðum átt fundi með fjárfestum í Bandaríkjunum, Bretlandi, Þýskalandi og á Norðurlöndunum.

Mikilvægt skref

Haft er eftir Höskuldi H. Ólafssyni, bankastjóra Arion banka, að fjármögnunin sé mikilvægt skref

„Ég held að óhætt sé að segja að þetta sé einnig áfangi í endurreisn íslensks efnahagslífs. En höfum í huga að þetta er aðeins eitt skref af mörgum í þá átt að greiða fyrir aðgangi íslenskra fyrirtækja að erlendu lánsfé.“