Arin banki lauk í gær við skuldabréfaútgáfu í norskum krónum. Samtals voru gefin út skuldabréf fyrir 300 milljónir norskra króna, eða um 4,6 milljarða íslenskra króna til tæplega fimm ára.

Bréfin bera NIBOR vexti, millibankavexti í Noregi, að viðbætu 2,95% vaxtaálagi, en bréfin voru seld á NIBOR með 2,8% viðbættu álagi. Umframeftirspurn var eftir skuldabréfunum en þau voru seld til fjárfesta í Noregi, Svíðþjóð, Finnlandi og á meginlandi Evrópu. Pareto Securities sá um sölu skuldbréfanna.

Samhliða útgáfu skuldabréfanna keypti Arion banki til baka NOK 75 milljóni af skuldabréfaútgáfu frá árinu 2013, en bankinn hefur þá samtals keypt til baka um NOK 394 milljónir af NOK 500 milljóna útgáfu árið 2013.