Arionbanki hf. hefur undirritað samninga við Kaupþing ehf. sem kveða á um útgáfu Arion banka á skuldabréfi að fjárhæð tæpum 750 milljónum Bandaríkjadala, eða um 97 milljarða króna.

Skuldabréfið kemur til skuldajafnaðar á láni í erlendum myntum, sem Arion banki var áðu rmeð hjá Seðlabanka Íslands er nú í eigu Kaupþings, og innlána Kaupþings hjá Arion banka í erlendum myntum. Útgáfan er einnig liður í aðgerðum sem snúa að Kaupþingi og afnámi fjármagnshafta.

Skuldabréfið er til sjö ára og uppgreiðanlegt á vaxtagjalddögum fyrstu tvö árin. Skuldabréfið ber fljótandi LIBOR vexti að vibættu 206% álagi fyrstu tvö árin, að þeim tíma liðnum mun vaxtaálagið taka mið af markaðskjörum.