*

fimmtudagur, 22. ágúst 2019
Innlent 6. maí 2019 17:09

Arion banki hækkaði mest

Gengi bréfa bankans hækkaði um 2,27% í viðskiptum dagsins í Kauphöllinni.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Úrvalsvísitala kauphallar Nasdaq á Íslandi endaði í 2.068,79 stigum eftir 1,04% lækkun í dag. Í heildina námu viðskiptin í kauphöllinni í dag um 2,7 milljörðum króna.

Mesta hækkun var á gengi bréfa Arion banka, en gengi bréfa bankans hækkaði um 2,27% í 1,3 milljarða króna viðskiptum en bréf félagsins enduðu í 78,75 krónum. Næst mest hækkun var á gengi bréfa Icelandair, eða um 0,22%, upp í 9,06 krónur í 430 milljóna króna viðskiptum.

Ellefu félög lækkuðu í virði í viðskiptum dagsins. Sýn mest, eða um 1,56% í 32 milljóna króna viðskiptum og er gengið við lok viðskiptadags nú 34,60 krónur. Næst mest var lækkun á gengi bréfa Marels, eða um 1,54%, niður í 576,00 krónur, í 504 milljóna króna viðskiptum.

Stikkorð: Arion banki Kauphöll Nasdaq