*

laugardagur, 25. september 2021
Innlent 1. mars 2021 17:17

Arion banki hækkaði mest

Langmest velta var með hlutabréf í Arion banka og bréf bankans hækkuðu jafnframt mest. Reginn lækkaði mest.

Ritstjórn
Kauphöllin, Nasdaq.

Heildarvelta viðskipta á hlutabréfamarkaði íslensku kauphallarinnar í dag nam 3,6 milljörðum króna. Töluvert meira var um lækkanir en hækkanir í dag, en úrvalsvísitalan OMXI10 hækkaði engu að síður um 0,95% og stendur fyrir vikið í 2.929,40 stigum.

Langmest velta var með hlutabréf í Arion banka og gengi bréfa bankans hækkaði jafnframt mest, um 2,88% í 1,5 milljarða viðskiptum. Næstmest hækkaði gengi bréfa í Eik, um 1,2%, og þá hækkuðu bréf í Origo um 0,87%.

Næstmest var velta með bréf í VÍS en hún nam 420 milljónum króna og hækkaði gengi bréfanna um 0,65%. Þá nam velta með bréf í Marel 400 milljónum og hækkaði gengi bréfanna um 0,79%.

Gengi hlutabréfa í Reginn lækkaði mest í viðskiptum dagsins, eða um 2,53%. Þá lækkaði gengi bréfa í Brim um 2,18% og gengi bréfa í Reitum um 1,20%.

Velta á skuldabréfamarkaði nam 5,1 milljarði króna en mest var velta með óverðtryggð ríkisskuldabréf með gjalddaga í ágúst næstkomandi (RIKB 21 0805), en velta þeirra nam 1,9 milljörðum króna. Þá nam velta með óverðtryggð ríkisskuldabréf á gjalddaga árið 2031 (RIKB 31 0124)  1,5 milljörðum króna.