Harpa tónlistar- og ráðstefnuhús og Arion banki hafa undirritað samning þess efnis að Arion banki verði einn helsti bakhjarl þeirra viðburða sem Harpa mun standa fyrir. Markmið samningsins er að styrkja menningar- og tónlistarstarf á Íslandi og kynna Hörpu tónlistar- og ráðstefnuhús fyrir almenningi og þá listviðburði sem Harpa skipuleggur.

Steinunn Birna Ragnarsdóttir, tónlistarstjóri Hörpu og Höskuldur H.Ólafsson, bankastjóri Arion banka undirrituðu samninginn í Hörpu í gær.

“Það er mikilvægt að skapa góðan rekstrargrundvöll fyrir þetta hús og það er okkur mikill heiður að fá að taka þátt í því,“ segir Höskuldur H. Ólafsson, bankastjóri Arion banka. Fyrstu tónleikar sem Harpa hélt með styrk frá Arion banka voru tónleikar Mariu Joao Pires og Maxim Vengerov í júlí.