Arion banki, stærsti hluthafi og lánveitandi United Silicon, hefur kært Magnús Garðarsson fyrrverandi forstjóra og stofnanda. Fyrirtækið sjálft kærði Magnús 11. september sðastliðinn.

Kæra Arion banka gegn Magnúsi Garðarssyni stofnanda og fyrrverandi forstjóra United Silicion tengist líklega ásökunum um stórfelld auðgunarbrot og skjalafals sem Viðskiptablaðið hefur sagt frá , en Magnús hefur neitað sök í málinu.

Hins vegar neitar bankinn að svara því hvaða mögulegu brotum kæran byggist á að því er fram kemur í Fréttablaðinu . Stjórn United Silicon fór fram á kyrrsetningu eigna Magnúsar hér á landi í lok september sem var samþykkt, en hún byggir á hálfs milljarðs króna bótakröfu fyrirtækisins á hendur fyrrverandi forstjóranum.

United Silicon er sem stendur í greiðslustöðvun, en um miðjan september tóku fimm lífeyrissjóðir ásamt bankanum yfir 98% af hlutafé verksmiðjunnar. Arion hafði lánað um átta milljarða króna tl bankans, sem nemur um 3,6% af eigin fé fyrirtækisins.