Arion banki hefur eignast 100% hlutafjár í tryggingarfélaginu Verði. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá bankanum. „Í október á síðasta ári sömdu Arion banki og BankNordik um kaup Arion banka á tryggingafélaginu af BankNordik. Samningurinn var skilyrtur og meðal annars háður samþykki opinberra aðila. Öll skilyrði samingsins hafa verið uppfyllt.

Kjörin hefur verið ný stjórn Varðar. Í henni sitja Helgi Bjarnason, formaður, Ásta Guðjónsdóttir, Guðný Benediktsdóttir, Marinó Örn Tryggvason og Þorvarður Sæmundsson,“ segir í tilkynningunni.

Haft er eftir Höskuldi H. Ólafssyni, bankastjóra Arion banka, að hann telur ánægjulegt að kaupin hafi nú gengið í gegn. Hann hlakkar jafnframt til að hefja nú frekari uppbyggingu félagsins.