Arion banki lauk á föstudag þriðja útboði sínu með sölu á óverðtryggðum sértryggðum skuldabréfum upp á 1.820 milljarða króna. Skuldabréfaflokkurinn stendur í 4.340 milljónum króna eftir stækkun. Skuldabréfin bera 6,5% óverðtryggða vexti og er gjalddagi þeirra árið 2015.

Fram kemur í tilkynningu frá Arion banka að stefnt sé að því að skuldabréfin verði tekin til viðskipta í Kauphöllinni í mánuðinum. Skuldabréfin bera 6,50% óverðtryggða vexti.