*

sunnudagur, 1. ágúst 2021
Innlent 16. október 2014 11:12

Arion banki lýkur útboði á víxlum

Í útboði Arion banka á víxlum bárust tilboð upp á 3.680 milljónir og var tilboðum tekið fyrir 2.120 milljónir.

Ritstjórn
Arion banki.
Eva Björk Ægisdóttir

Arion banki lauk í gær útboði á víxlum til sex mánaða. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá bankanum.

Í heild bárust tilboð upp á 3.680 milljónir króna og tekið var tilboðum fyrir 2.120 milljónir króna á 6% flötum vöxtum. Stefnt er að því að flokkurinn verði tekinn til viðskipta á Nasdaq Íslandi.

Stikkorð: Arion banki Víxlar