Kaupþing stefnir af því að selja stóra hluta í Arion banka með því að halda almennt hlutafjárútboð þar sem að bankinn væri skráður bæði í Kauphöll Íslands og í Stokkhólmi í Svíþjóð. Frá þessu er greint í DV.

Líklegt er að slík skráning nái fram að ganga á fyrri árshelmingi samkvæmt heimildum DV. Það hefur þó ekki verið tekin ákvörðun um hversu stór hlutur í bankanum verður boðinn til sölu.

Kaupþing fer með 87% eignarhlut í Arion banka, en talið er líklegt að sá hlutur þyrfti að vera ríflegur til þess að erlendis fjárfestar sýndu honum áhuga.

Einnig kemur fram í fréttinni að ef tekið er mið af núverandi eigið fé Arion banka, þá sér hlutur Kaupþings metinn á um 168 milljarða króna.

Eins og áður hefur komið fram þá hyggst Kaupþing bjóða íslenskum lífeyrissjóðum að kaupa af félaginu um 20 til 40% hluta. Þetta yrði þó gert áður en að uppboðinu kæmi.