Samkeppniseftirlitið hefur samþykkt kaup Framtakssjóðsins SF IV slhf., dótturfélags Arion banka, á Skeljungi með skilyrðum. Samkeppniseftirlitið birtir ákvörðun sína í dag. Þar segir m.a.  Arion banki er á meðal stærstu hluthafa SF IV auk stórra lífeyrissjóða.

Kaup sjóðsins á Skeljungi gekk í gegn fyrir jól. Upp á vantaði sátt Samkeppniseftirlitsins, sem ætlað var að tryggja sjálfstæði olíufélagsins.

Samkeppniseftirlitið segir að í ljósi þess hversu stóran hlut bankinn á í sjóðnum og stórir lífeyrissjóðir sé hætta á því að óskýrt eignarhald og takmarkað eigendaaðhald geti leitt til röskunar á samkeppni almennt á fyrirtækjamarkaði. Samkeppniseftirlitið telji því ljóst að setja þurfi kaupunum skorður.

„Var það mat Samkeppniseftirlitsins að nauðsynlegt væri að grípa til íhlutunar í þessu máli og setja samrunanum skilyrði vegna þeirra samkeppnislegu vandamála sem annars kynnu að leiða af eignarhaldi SF IV á Skeljungi. Þau vandamál helgast einkum af eignarhlut Arion banka og aðkomu bankans og dótturfélags hans, Stefnis, að viðskiptunum og rekstri SF IV og Skeljungs. Jafnframt leiðir ákveðinn vandi af styrk eigenda SF IV sem fjárfesta á íslenska markaðnum og mögulegum óæskilegum eignatengslum t.d. á milli Skeljungs og keppinauta fyrirtækisins,“ segir í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins.