Verðmat sem Icora Partners gerði fyrir hóp lífeyrissjóða á Arion banka bendir til þess að vogunarsjóðirnir sem keyptu 29% eignarhlut í Arion banka hafi fengið hlutinn á undirverði. Þetta kemur fram í frétt Morgunblaðsins um málið.

Þegar sjóðirnir keyptu bankann var miðað við gengið 0,79 af bókfærðu fé eigin bankans, en verðmatið segir bankann standa undir genginu 0,85 af bókfærðu fé. Ef tekið er mið af þessu mati er markaðsverð bankans nærri 180 milljarðar og eignarhlutur ríkissjóðs um 23,4 milljarðar.