Þriðjungshlutur í HB Granda verður boðinn út til fjárfesta og verður félagið í kjölfarið skráð á aðallista Kauphallarinnar. Félagið er í dag skráð á First North markað íslensku Kauphallarinnar og verður afskráð þaðan frá og með ársbyrjun 2014.

Arion banki á 31% hlut í HB Granda eftir hlutafjáraukningu. Við skráningu HB Granda á markað mun bankinn því eiga eftir 6-11% hlut, allt eftir því hvernig útboðið fer.

Arion banki eignaðist um þriðjungshlut í HB Granda í kjölfar skuldauppgjörs Kjalars, félags Ólafs Ólafssonar, við bankann. Rúmlega tvö ár eru síðan bankinn eignaðist hlutinn.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér .