Ferðaskrifstofa Íslands hefur keypt Heimsferðir af Arion banka. Eftir viðskiptin eignast Arion banki 30% hlut í Ferðaskrifstofu Íslands, sem þýðir að Pálmi Haraldsson á nú 70% hlut í félaginu. Greint er frá þessu í frétt Túrista en í henni segir einnig að Samkeppniseftirlitið eigi eftir að leggja blessun sína yfir kaupin.

Ferðaskrifstofa Íslands, sem hefur rekið Úrval-Útsýn, Plúsferðir og Sumarferðir, bætir nú Heimferðum í hópinn. Túristi greinir frá því að velta Heimsferðir hafi velt um fjórum milljörðum króna á ári en Ferðaskrifstofa Íslands þremur milljörðum.

Heimsferðir voru hluti af TravelCo-samsteypunni , sem var stofnuð haustið 2018 þegar hún tók yfir ferðaskrifstofur í eigu Primera Travel Group en eins og kunnugt er varð Primera Air gjaldþrota á þeim tíma. Þegar TravelCo var stofnað tók félagið yfir skuldir Primera Travel Group við Arion banka, sem var viðskiptabanki samstæðunnar. Arion banki tók síðan TravelCo yfir sumarið 2019 vegna fjárhagserfiðleika og vanefnda.