Arion banki hefur selt Friðberti Fribertssyni og Franz Jezorski bifreiðaumboðið Heklu. Samningur þess efnis var undirritaður í dag.

Í tilkynningu frá Arion banka kemur fram að gert sé ráð fyrir að nýir eigendur taki við rekstri félagsins þann 9. febrúar næstkomandi. Jafnframt er fjárhagslegri endurskipulagningu félagsins lokið.

„Í tilkynningu sem Arion banki sendi frá sér þann 16. september síðastliðinn og í auglýsingum sem birtar voru í kjölfarið, var bifreiðaumboðið Hekla auglýst til sölu. Tólf tilboð bárust bankanum og héldu fimm tilboðsgjafar áfram í söluferlinu. Hinn 27. desember síðastliðinn ákvað Arion banki í samstarfi við Volkswagen í Þýskalandi að ganga til formlegra samningaviðræðna við fyrrgreinda aðila. Þeim viðræðum er nú er lokið með undirritun samnings um kaup þeirra á Heklu.  Jafnframt er fjárhagslegri endurskipulagningu félagsins lokið. Gert er ráð fyrir að nýir eigendur taki við rekstri félagsins 9. febrúar næstkomandi,“ segir í tilkynningu.