Arion banki hefur selt fasteignina við Rauðarárstíg 23 við Hlemm í Reykjavik. Ekki liggur fyrir hverjir keyptu húsið né hvert kaupverðið var. Það er trúnaðarmál en ásett verð var 490 milljónir króna, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag. Stutt er síðan bankinn lokaði útibúi sínu, sem þar var áður.

Haraldur Guðni Eiðsson, upplýsingafulltrúi Arion banka, segir í samtali við blaðið að verið sé að ganga fra fjármögnun kaupanna.

Ekki liggur fyrir hvað kaupendur hyggist gera við húsið. Rifjað er upp að ýmislegt hafi verið orðað, s.s. að byggja á reitnum hótel eða íbúðir.