Arion banki spáir því að visitala neysluverðs muni hækka um 0,1% í október. Ef þessi spá Arion banka gengur eftir þá mun verðbólga á ársgrundvelli lækka lítillega, eða í 1,8%. Þetta kemur fram í Markaðspunktum Arion banka sem voru birtir í dag.

Helstu verðlagshækkanir eru vegna húsnæðisliðar og flugfargjalda. Á móti þessum liðum vegur lækkun eldsneytisverðs og matarkarfan.

Markaðspunktar Arion gera ráð fyrir því að verðbólga muni fara hækkandi á fyrri hluta næsta árs og verði 2,2% á ársgrundvelli í janúar 2016.

Verðbólguspár eru þó litaðar af styrkingu krónunar og afnám vörugjalda, t.d. vörugjöldum á fötum og skóm sem verða afnumin um áramót.