*

föstudagur, 6. ágúst 2021
Innlent 15. nóvember 2011 17:20

Arion Banki spáir óbreyttri verðbólgu

Gengi krónunnar stendur í stað, helstu liðir eru óbreyttir. Kyrrstaða ríkir, að mati greiningardeildar Arion Banka.

Ritstjórn
Engar útsölur eru um þessar mundir né annað sem hefur áhrif á neyslutölur.
Haraldur Jónasson

Greiningardeild Arion Banka spáir því að vísitala neysluverðs hækki um 0,1% á milli mánaða í þessum mánuði og standi verðbólga við það í stað í 5,3%. Deildin tekur fram að mikil óvissa sé um verðbólguhorfur, svo sem hugsanleg kreppa á meginlandi Evrópu og olíukrísa í kjölfar átaka sem ekki megi útiloka að brjótist út í Íran.

Íran er fjórði mesti olíuframleiðandi í heimi með 5% hlutdeild.

Greiningardeildin segir afar fátt knýja verðbólguna áfram um þessar mundir. Veiking krónunnar á fyrri hluta árs hafi gengið til baka, ekki útlit fyrir neinar árstíðabundnar hækkanir auk þess sem helstu liðið, svo sem bensínverð, standi í stað.