Startup Reykjavík Invest, félag Arion banka um fjárfestingu í fyrirtækjum sem tóku þátt í Startup Reykjavík, tapaði ríflega 22 milljónum króna árið 2019, samanborið við 71 milljónar króna hagnað árið áður.

Tapið skýrist af gengismun hlutabréfa í eigu félagsins sem var neikvæður um 21 milljón, en alls nam virði hlutabréfanna 282 milljónum króna í lok árs.

Arion banki hætti að styðja Startup Reykjavík árið 2019 en Nova tók við keflinu og úr varð Startup Supernova.