Arion banki hefur boðið nokkrum af þeim aðilum sem buðu í smásölurisann Haga til áframhaldandi viðræðna, samkvæmt upplýsingum frá bankanum. Ekki fékkst gefið upp hverjir eða hversu margir fjárfestarnir eru sem bankinn hefur boðið til viðræðna.

Áður hefur verið sagt frá því í fréttum að meðal tilboðsgjafa í Haga eru Framtakssjóður inn, Kea, Stefnir dótturfélag Arion banka, Auður Capital, Saga fjárfestingarbanki og félag sem tengist bandaríska fyrirtækinu Yucaipa sem á 32% hlut í Eimskipum. Alls bárust um tíu tilboð í félagið.

Ekki liggur fyrir hvaða aðilar standa að baki sumra tilboðanna, en nokkrir tilboðsgjafanna leggja fram tilboð fyrir hönd viðskiptavina sinna.