„Við erum að greina vandann og komast að því hvað gerðist,“ segir Haraldur Guðni Eiðsson, upplýsingafulltrúi Arion banka en rafmagn fór af í höfuðstöðvum bankans í Borgartúni í um hálftíma í morgun. Ljós fóru af og borðtölvur urðu rafmagnslausar. Talið er að vinna við vararafstöð bankans hafi valdið rafmagnsleysinu.

Haraldur segir öll kerfi bankans hafa virkað sem skyldi þrátt fyrir rafmagnsleysið og ekki komið niður á starfsemi hans, svo sem greiðslumiðlun.

Þá truflaði rafmagnsleysið ekki alla starfsmenn. „Hér er hópur fólks sem vinnur á fartölvur sem eru með rafhlöður,“ segir hann.

Arion banki.
Arion banki.
© Axel Jón Fjeldsted (VB MYND/AXEL JÓN)
Ljóslaust var innandyra í Arion banka í morgun.