Arion banki verður eini stóri viðskiptabankinn sem mun ekki birta ársfjórðungsuppgjör fyrir tímabilið janúar til mars. Samkvæmt upplýsingum frá Arion Banka stefnir bankinn að því að birta sex mánaða uppgjör í haust en hann sendi seint frá sér uppgjör fyrir árið 2009. Innan raða Íslandsbanka gera menn fastlega ráð fyrir því að uppgjör fyrsta ársfjórðungs verði birt í júlíbyrjun.

NBI tilkynnti fyrir skömmu að bankinn hefði hagnast um 8,3 milljarða króna á fyrsta ársfjórðungi og nam arðsemi eiginfjár 21%. Um sama leyti greindi bankinn frá því að hann uppfyllti kröfur FME um 16% lágmarkseiginfjárhlutfall (CAD).