*

þriðjudagur, 15. október 2019
Innlent 12. júlí 2019 16:45

Arion boðar til hlutahafafundar

Tveir nýir stjórnarmenn munu verða kosnir á fundinum auk nýs nefndarmanns í tilnefningarnefnd.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Arion Banki boðaði fyrr í dag til hluthafafundar sem haldinn verður í höfuðstöðvum bankans þann 9. ágúst næstkomandi. Á fundinum verða kosnir tveir nýir stjórnarmenn sem munu starfa fram að næsta aðalfundi bankans. Þeir sem hyggjast gefa ksot á sér hafa frest til að tilkynna um framboð fyrir kl 16:00 þann 4. ágúst næstkomandi.

Þá verður einnig kosinn einn nýr nefndarmaður í tilnefningarnefnd bankans sem mun starfa fram að næsta aðalfundi. Fresturinn til framboðs er sá sami og í tilfelli stjórnarmanna.