Kjalar, félag í meirihlutaeigu Ólafs Ólafssonar, hefur framselt Arion banka öll hlutabréf sín í HB Granda. Við söluna eignast bankinn 33% hlut í HB Granda, að því er fram kemur í tilkynningu frá bankanum. Um er að ræða hluta af skuldauppgjöri Kjalars við Arion banka.

Tilkynning um viðskiptin bárust til Kauphallar í dag. Vísir.is greinir frá því að salan sé hluti af heildaruppgjöri, sem náðst hefur milli Kjalars og lánardrottna félagsins um uppgjör og eignum og skuldum. Samkomulagið felur meðal annars í sér að fallið er frá málaferlum um uppgjör gjaldmiðlaskiptasamninga og samið er um uppgjör á skuldum með eignum Kjalars.