Arion banki hefur keypt 1.450.000 hluti í Iceland Seafood International og á nú ríflega 131,4 milljónir hluta. Því fer bankinn með 5,024% af atkvæðum hluthafa eftir kaupin. Frá þessu er greint í tilkynningu til Kauphallar.

Ekki liggur fyrir hvað Arion greiddi fyrir hvern hlut en ef miðað er við núverandi markaðsgengi, sem er 8,65 krónur á hlut, nema viðskiptin 12,5 milljónum króna. Samkvæmt því gengi er eignarhlutur Arion virði ríflega 1,1 milljarð króna.

Hlutabréf Iceland Seafood voru tekin til viðskipta á Aðalmarkaði Nasdaq Iceland í október á síðasta ári eftir að hafa verið skráð á First Norh markað síðan árið 2016. Hlutabréf félagsins hafa lækkað um næstum 13% það sem af er ári. Markaðsvirði félagsins er ríflega 22,6 milljarðar króna.