Kröfuhafar Kaupþings hafa tapað um 40 milljörðum vegna lánveitinga bankans til 1998, eignhaldsfélags Haga, en það var að langmestu leyti í eigu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og fjölskyldu hans. Arion banki hefur nú á rétt rúmu ári og í nokkrum áföngum selt til samans liðlega 87% af öllu hlutafé Haga, að verulegum hluta beint til fagfjárfesta en síðan með útboðum til bæði fagfjárfesta sem og almennra fjárfesta. Fyrir þessi 87% hefur Arion banki fengið liðlega 13,2 milljarða króna. Auk þess situr Arion banki enn á rétt tæplega 6% hlut í Högum og miðað við skráð gengi bréfa Haga í upphafi vikunnar var virði þess hlutar 1.260 milljónir. Sé miðað við það má í grófum dráttum segja að Arion banki hafi fengið um 14,5 milljarða fyrir Haga á móti skuldum upp á 55 milljarða sem aftur táknar að afskrifir lána vegna 1998 ehf. og þar með Haga nema um 40,5 milljörðum króna. Sá kostnaður mun lenda á kröfuhöfum Kaupþings.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.