Verðbréfamiðlararnir Steingrímur Arnar Finnsson og Hannes Árdal þurftu að láta tímabundið af nýjum störfum hjá Straumi fjárfestingarbanka eftir að sýslumaður samþykkti lögbann Arion banka á störf þeirra. Þeir mega mæta til vinnu í dag.

Haraldur Guðni Eiðsson, upplýsingafulltrúi Arion, staðfestir þetta í samtali við Viðskiptablaðið.

Verðbréfamiðlararnir sögðu upp störfum hjá Arion banka í síðari hluta nóvember síðastliðnum og réðu sig til Straums. Þeir hófu störf á nýjum vinnustað í byrjun janúar. Arion banki taldi hins vegar í gildi ákvæði í ráðningarsamningum þess efnis að þeir mættu ekki hefja störf hjá samkeppnisaðila á meðan samningur er í gildi.

Pétur Einarsson, forstjóri Straums, undrast lögbannskrafan og telur önnur sjónarmið búa að baki.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum Tölublöð.