Arion banki hefur boðað til framhaldsaðalfundar þar sem lagt er til að fallið verði frá boðuðum arðgreiðslum í bankanum. Arion banki hafði stefnt að því að greiða tæpa tíu milljarða króna í arð á aðalfundi bankans í mars.

Ríflega þriðjungur hluthafa félagsins sendi inn beiðni fyrir fundinn um að fresta ákvörðun um arðgreiðslu um tvo mánuði. Sú beiðni var samþykkt. Nú hefur bankinn ákveðið að leggja til við framhaldsaðalfund, sem fara á fram 14. maí, að enginn arður verði greiddur út í ár.

Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri hefur gefið út að lækkun sveiflujöfnunarauka og bindiskyldu sem og aðrar aðgerðir Seðlabankans til að liðka fyrir lánveitingar úr bankakerfinu séu með því skilyrði að bankarnir greiði ekki út arð á meðan þeim stendur.

Ríkisbankarnir Íslandsbanki og Landsbankinn höfðu áður fallið frá tillögum um greiðslu arðs á þessu ári.

Arion banki hagnaðist um milljarða króna á síðasta ári sem er versta afkoma bankans frá því að hann var endurreistur eftir bankahrunið.