*

þriðjudagur, 18. júní 2019
Innlent 16. mars 2018 08:35

Arion framselur atkvæðisrétt í VÍS

Félagið Óskabein fær umboð bankans til að fara með atkvæði yfir 4% eignarhlutar á komandi aðalfundi VÍS.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Arion banki hefur veitti félaginu Óskabein fullt umboð til að fara með atkvæðarétt af 4,05% af útgefnu hlutabréfum í VÍS á komandi aðalfundi félagsins miðvikudaginn 22. mars næstkomandi.

Um er að ræða 90 milljón hlutir sem þannig færast tímabundið undir yfirráð Óskabein, en umboðið fellur niður eftir aðalfundinn. Þar með mun félagið fara með atkvæði 6,08% allra hluta í VÍS á fundinum, en Arion banki heldur áfram 1,13% hlut sem þeir hafa atkvæðarétt yfir.

Óskabein ehf. er í eigu Andra Gunnarssonar, Engilberts Hafsteinssonar, Fannars Ólafssonar, Gests Breiðfjörðs Gestssonar og Sigurðar Gísla Björnssonar og er meðal annars einn stærsti einstaki eigandi Vátryggingafélags Íslands (VÍS).

Í tilkynningu til kauphallarinnar mun Óskabein því fara með atkvæðisrétt fyrir 135.136.943 hluti í félaginu, en eftir að 90 milljón hlutirnir renna aftur til Arion banka eftir fundinn mun bankinn fara með atkvæðisrétt á 115.068.098 hlutum, eða 5,18% hluta.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is