Arion banki hefur ákveðið að fresta ákvörðun um tíu milljarða króna fyrirhugaða arðgreiðslu um tvo mánuði vegna efnahagsáhrifa kórónufaraldursins. Markaðurinn segir frá .

Í tilkynningu frá bankanum kemur fram að skrifleg beiðni frá eigendum yfir þriðjungshlutar hafi borist þess efnis, en taka átti málið fyrir á aðalfundi bankans sem haldinn verður þann 17. mars næstkomandi.

Seðlabankinn beindi því einnig nýlega til fjármálafyrirtækja að endurskoða fyrirætlanir um arðgreiðslur í ljósi stöðu efnahagsmála.

Vogunarsjóðurinn Taconic Capital – stærsti einstaki hluthafi bankans með 23,5% hlut – er í frétt Markaðarins sagður samkvæmt heimildum hafa átt frumkvæði að ákvörðuninni.