Arion banki lauk í dag útboði á nýjum flokki sértryggðra skuldabréfa, Arion CBI 19. Í heild bárust tilboð upp á 3.720 milljónir króna í flokkinn og var tekið tilboðum upp á þrjá milljarða á ávöxtunarkröfunni 2,84%.

Fram kemur í tilkynningu frá bankanum að um sé að ræða vaxtagreiðsluskuldabréf sem bera 2,50% verðtryggða vexti og eru á lokagjalddaga árið 2019.

Stefnt er að því að taka bréfin til viðskipta í Kauphöllinni