*

laugardagur, 16. október 2021
Innlent 19. apríl 2016 18:00

Arion gefur út skuldabréf í evrum

Skuldabréf Arion banka nema um 42 milljörðum króna, eða 300 milljónum evra.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Nú hefur Arion banki gefið út skuldabréf að fjárhæð 300 milljóna evra. Það eru um það bil 42 milljarðar íslenskra króna. Tilboð bárust frá 70 fjárfestum fyrir rétt yfir 500 milljónir evra.

Skuldabréfin eru til þriggja ára í senn og bera fasta 2,5% vexti. Þetta er önnur útgáfa Arion banka í evrum, en hún var seld til breiðs hóps fjárfesta. Bankinn tilkynnti um þetta í dag.

Barclays, JP Morgan og Nomura sáu um útgáfuna í kjölfar þriggja daga fundaraðar með evrópskum fjárfestum. Þá stendur til að nýta hluta lánsins til að greiða niður eldri lán.