*

laugardagur, 18. september 2021
Innlent 2. júní 2021 17:45

Arion banki í hæstu hæðum

Hlutabréf í Arion banka hækkuðu um 2,42% í 1,2 milljarða veltu og hafa ekki verið hærri frá skráningu.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Hlutabréfaverð Arion hækkaði um 2,42% í dag í tæplega 1,2 milljarða króna veltu en félagið átti jafnframt mestu veltu dagsins. Dagslokagengi bréfa bankans endaði í 137,5 krónum á hlut og hefur ekki verið hærra frá skráningu bankans á markað árið 2018. Hækkunin frá áramótum nemur 43%. Töluverð velta hefur verið með bréf bankans undanfarna daga og virðist ekkert lát virðist vera á því. 

Kvika hækkaði næst mest eða um 1,16% í 831 milljóna króna veltu. Hagar koma þar á eftir og hækka um 0,92% í 575 milljóna krónu veltu. Af lækkunum ber helst að nefna Marel en hlutabréf félagsins lækkuðu um 1,71% í 778 milljóna veltu. Þá lækkaði Sýn um 1,42% í veltu sem nam tæpri milljón.

Heildarvelta á hlutabréfamarkaði í dag var 4,8 milljarðar króna og heildarvelta á skuldabréfamarkaði var 5,6 milljarðar.