Hlutabréf Arion hækkuðu um 1,57% í dag, mest félaga Kauphallarinnar, og nam velta með bréf félagsins um 165 milljónum króna. Hlutabréfaverð bankans stendur nú í 129,50 krónum á hvern hlut.

Gengi Marel og Alvotech hækkaði einnig í viðskiptum dagsins eftir að hafa lækkað í gær. Gengi Alvotech hækkaði um 0,4% á meðan Marel hækkaði um 0,9%.

Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,57% en töluverð sveifla hefur var á henni út maímánuð.

Eik og Kvika lækkuðu mest af félögum Kauphallarinnar eða um 1,8% í tilviki Eikar og 1,4% hjá Kviku.

Hlutabréfaverð Ölgerðarinnar lækkaði einnig um meira en eitt prósent og er komið 12,65 krónur á hlut. Dagslokagengi Ölgerðarinnar hefur ekki verið lægra í þrjár vikur. Rétt er þó að benda á að velta með bréf Ölgerðarinnar nam aðeins 4 milljónum í dag.