Úrvalsvísitala Kauphallar Íslands, OMXI10 hækkaði um 0,02 í 1,9 milljarða viðskiptum dagsins og stendur nú í 2135 stigum. Af félugunum 19 á aðalmarkaði hækkuðu átta þeirra í verði, sex þeirra lækkuðu á meðan verð fimm stóð í stað. Það má því segja að nokkuð jólalegt hafi verið yfir markaðnum með rautt grænt og hvítt til skiptis

Mest hækkun var á bréfum Arion banka eða 2,5% í 369 milljóna viðskiptum. Þá hækkuðu bréf Sýnar um 1,75% í 121 milljóna viðskiptum.

Klukkan 11 í morgun höfðu bréf Icelandair hækkað um 5,6% en þegar deginum lauk hafði verðið lækkað lítillega en velta með bréf flugfélagsins nam 140 milljónum.

Mest lækkun var á bréfum Símans sem lækkuðu um 1,83% 242 milljóna viðskiptum auk þess sem bréf VÍS lækkuðu um 0,73% í 105 milljóna viðskiptum.

Mest velta var með bréf Marel sem hækkuðu um 0,33% í 388 milljóna viðskiptum.