Arion banki hefur breytt lánakjörum sínum í kjölfar 0,5 prósenta stýrivaxtahækkun Seðlabankans. Arion banki fylgir því í kjölfar Landsbankans sem hækkaði vexti í gær.

Óverðtryggðir breytilegir íbúðalánavextir hækka um 0,40 prósentustig og verða 4,29% og óverðtryggðir fastir 3 ára íbúðalánavextir hækka um 0,60 prósentustig í 5,24%.

Á móti lækka bæði verðtryggðir breytilegir og fastir vextir til 5 ára íbúðalánavextir um 0,30 prósentustig og verða 2,24%. Vextirnir eru þó hærri en hjá Landsbankanum sem hélt verðtryggðum vöxtum óbreyttum.

Almennir óverðtryggðir kjörvextir hækka um 0,35 prósentustig og verða 5,40% en verðtryggðir kjörvextir lækka um 0,10 prósentustig í 3,50%

Breytilegir óverðtryggðir innlánavextir hækka um allt að 0,50 prósentustig eða haldast óbreyttir, þar á meðal vextir á veltureikningum.

Hægt er að sja samanburð á lánakjörum bankanna og lífeyrissjóða vef Aurbjargar.