Heildarvelta í Kauphöll Íslands í dag nem 2,3 milljörðum króna en nær helmingur veltunnar var vegna viðskipta með bréf í Arion banka eða fyrir 1,1 milljarð króna. Hlutafé Arion hækkuðu um 2,3% í dag en hástökkvari dagsins var Össur sem hækkaði um 2,4%.

Töluverð viðskipti voru líka með bréf Símans eða fyrir 310 milljónir króna og lækkuðu bréfin um 1%. Mest lækkuðu bréf Sjóvá eða um 2,5% og þá lækkuðu bréf Reigins um 1,7%

Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,2% í viðskiptum dagsins og er skráð 1.967 stig. Vísitalan hefur verið á niðurleið síðan í júlí sl.  en hæst var hún skráð 2.137 stig þann 22. júlí.