Hlutabréfaverð í Arion hækkaði talsvert eða um 5,99% í 106 milljóna króna viðskiptum. Í gærkvöldi tilkynnti bankinn að S&P hafi staðfest BBB+ lánshæfiseinkunn bankans. Viðskiptablaðið greindi frá þessu í morgun.

Næst mest hækkaði verð á bréfum í VÍS eða um 3,75% í 70 milljóna króna viðskiptum.

Verð á hlutabréfum í flugfélaginu Icelandair lækkaði mest í Kauphöllinni í dag eða um 3,23% í 167 milljóna króna viðskiptum. Næst mest lækkun var á bréfum í tryggingafélaginu Sjóvá eða um 1,31% í 29 milljóna króna viðskiptum.

Þá hækkaði íslenska úrvalsvísitalan um 0,32%.