*

laugardagur, 16. október 2021
Innlent 1. júlí 2021 16:55

Arion hækkar við söluna á Valitor

Arion banki hækkaði um 1,9% í dag en fyrr í dag var tilkynnt um sölu Arion banka á Valitor til Rapyd.

Ritstjórn
Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka.
Eyþór Árnason

Arion banki hækkaði næst mest allra skráðra félaga í kauphöllinni í dag, um 1,9%, en fyrr í dag var tilkynnt um sölu bankans á Valitor til Rapyd fyrir um 12,3 milljarða króna. Áætlað er að umfram eigið fé Arion banka hækki um 8 til 11 milljarða króna við söluna.

Marel hækkaði mest í dag, um 3,6%, og standa bréf félagsins nú í 899 krónum á hlut. Félagið hefur hækkað um 11,2% í kauphöllinni það sem af er árs. Úrvalsvísitalan OMXI10 hækkaði um 2,1% í dag stendur nú í 3.220 stigum. Á ársgrundvelli hefur vísitalan hækkað um 55,3%.

 Síminn lækkaði um 1,65% í dag og standa bréf félagsins í 10,74 krónum á hlut. Á ársgrundvelli hafa bréf félagsins hækkað um 87,5% og frá byrjun þessa árs hafa bréfin hækkað um 37%. Hagar lækkuðu næst mest eða um 1,6%.