*

miðvikudagur, 26. júní 2019
Innlent 13. júní 2018 15:15

Arion metinn á allt að 56% yfir útboðsgengi

Greinendur meta gengi á hlutabréfum í Arion banka á bilinu 18-56% hærra en útboðsgengi bréfanna.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Greinendur meta gengi á hlutabréfum í Arion banka á bilinu 18-56% hærra en útboðsgengi bréfanna. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í morgun en blaðið hafði verðmöt frá ráðgjafafyrirtækjunum IFS og Capacent undir höndum. 

Í greiningu IFS er gengi bréfanna í bankanum metið 18 til 37 prósent hærra en útboðsgengið og er því spáð að vaxtamunur bankans muni lækka á næstu árum vegna aukinnar samkeppni og örrar tækniþróunar. Þá kemur einnig fram að fyrirtækið meti að bankinn muni fækka starfsmönnum en frekar og eiginleg útibú muni í rauninni leggjast af. Muni það spara talsverða fjármuni.

Greinendur Capacent meta gengi bréfa í Arion 34 til 56 prósent hærra en útboðsgengið en benda jafnframt á að hæpið sé að gera ráð fyrir miklum vexti bankans til framtíðar. Íslenskt bankakerfi sé þess eðlis að núverandi rekstrarform þess einskorðist við Ísland og fólksfjölgun hérlendis.

Leiðarar, pistlar og skoðanadálkar um Arion banka:

Fleiri fréttir um málefni Arion banka:

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is