*

þriðjudagur, 3. ágúst 2021
Innlent 5. janúar 2017 11:22

Arion og Landsbankinn með mestu hlutdeild

Arion banki og Landsbankinn höfðu mesta hlutdeild kauphallaraðila á markaði.

Ritstjórn
Páll Harðarson, forstjóri Kauphallar Nasdaq Iceland.
Haraldur Guðjónsson

Arion banki var með mestu hlutdeild kauphallaraðila í viðskiptum á hlutabréfamarkaði Kauphallar Nasdaq Iceland á síðasta ári. Bankinn var með 23,8 prósent hlutdeild. Landsbankinn var næstur í röðinni með 22,1 prósent hlutdeild og Íslandsbanki var þar næstur með 17,2 prósent hlutdeild.

Á skuldabréfamarkaði var það hins vegar Landsbankinn sem hafði mesta hlutdeild, eða 20,17 prósent. Kvika fylgdi fast á hæla Landsbankans og var með 20,13 prósent hlutdeild og Íslandsbanki með þriðju hæstu hlutdeildina, 18,3 prósent.

Alls hafa 14 kauphallaraðilar leyfi til að eiga viðskipti á hlutabréfamarkaði og 12 á skuldabréfamarkaði.