Tillaga stjórnar Arion banka um að greiða út 7,8 milljarða króna arð vegna ársins 2013 var samþykkt á aðalfundi bankans í dag. Arðgreiðslan nemur um 60% af hagnaði bankans.

Þá var ný stjórn kosin, en Kirstín Þ. Flygenring kemur ný inn í stjórn Arion banka í stað Agnars Kofoed-Hansen. Auk Agnars voru þau Benedikt Olgeirsson, Björgvin Skúli Sigurðsson, Guðrún Johnsen, Måns Höglund, Monica Caneman og Þóra Hallgrímsdóttir kosin í stjórnina.

Höskuldur H. Ólafsson, bankastjóri Arion banka, fjallaði um uppgjör bankans fyrir árið 2013 á fundinum. Höskuldur telur afkomu ársins ágæta og í öllum meginatriðum í takt við áætlanir. Höskuldur ræddi sérstaklega góðan stöðugleika í kjarnastarfsemi bankans. Höskuldur sagði arðsemi upp á 9,2% viðunandi, sérstaklega í ljósi stórhækkaðs bankaskatts, og sagði fjárhagslega stöðu bankans sterka með eiginfjárhlutfall upp á 23,6%.