Arion verðbréfavarsla hf. hefur ákveðið að hætta með ákveðinn hluta af verðbréfabakvinnsluþjónustu sinni. Framkvæmdastjóri Arions segir þjónustuna hafa verið óverulegan hluta af starfseminni.

Við getum ekki tjáð okkur neitt varðandi einstaka viðskiptavini félagsins,“ segir Guðrún Blöndal, framkvæmdastjóri Arion, sem er í eigu Kaupþings.

„Það hafa verið gerðar minniháttar breytingar á viðskiptamódeli okkar og af þeim sökum sögðum við upp fjórum samningum við fjármálastofnanir.“

Auk almennrar vörslu- og uppgjörsþjónustu verðbréfa sem Arion býður innlendum og erlendum fjármálastofnunum hafa þær getað úthýst verðbréfabakvinnslu að fullu til Arions en það þýðir að Arion sér um rekstur verðbréfakerfa og alla umsýslu verðbréfa fyrir viðskiptavini viðkomandi fjármálastofnunar.

Þessari þjónustu fylgir mikil rekstraráhætta og afkoma Arions af henni hefur verið lítil

_______________________________________

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .